Enginn vafi leikur á því að fyrirhugaðir verndartollar Evrópusambandsins brjóta gegn EES-samningnum, að mati Íslensk-evrópska verslunarráðsins. Formaður ráðsins vonar að ekki þurfi að höfða samningsbrotamál gegn ESB.
Það hefði skelfilegar afleiðingar ef Ísraelar myndu innlima Gaza, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjaforseti segir undir Ísraelum komið hvort þeir taki Gaza yfir .
Hækkandi álögur og krafa viðskiptavina um hraða í vöruflutningum, er meðal þess sem Eimskip segir torvelda strandsiglingar. Innviðaráðherra vill efla þær, á meðan skipafélög draga saman seglin.
Frestur sem Bandaríkjaforseti gaf Rússum til að semja um frið við Úkraínumenn rennur út á föstudag. Erindreki Bandaríkjastjórnar fór á fund Rússlandsforseta í morgun.
Formaður VR segir margt að athuga við boðaðar breytingar dómsmálaráðherra á útlendingalögum og hert skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfa, sem bitni á þeim sem njóti hve minnstra réttinda.
Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna hefur hætt við 500 milljón dala styrki til þróunar á mRNA-bóluefnum. Lektor í faraldsfræði við Háskóla Íslands segir ákvörðunina reiðarslag fyrir læknavísindin.
Hátt í fjörutíu skjálftar urðu í jarðskjálftahrinu á Reykjaneshrygg í morgun. Tveir þeirra voru yfir þrír að stærð.
Borgarstjóri Hiroshima segir að aldrei megi gefast upp í baráttunni fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi. Áttatíu ár eru í dag síðan Bandaríkjaher varpaði kjarnorkusprengju á borgina.