Dregið hefur úr krafti eldgossins á Reykjanesskaga, mikil gosmengun hefur verið á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og á Norðurlandi.
Íbúar og atvinnurekendur í Grindavík eru ósáttir við að lögregla hafi lokað bænum. Þeir mótmæla við lokunarpósta.
Strandveiðimenn segjast vera sárir, leiðir og bugaðir yfir því að ekki tókst að tryggja áframhaldandi veiðar í sumar.
Illa gengur að selja nýjar íbúðir á fasteignamarkaði þrátt fyrir aukið framboð. Skortur á bílastæðum, lítil birta og ótti við galla gæti fælt fólk frá kaupum.
Forsætisráðherra tók á móti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þær funda síðar í dag, ásamt utanríkisráðherra, um varnar- og öryggismál.
Sveitarfélagið Múlaþing vill gefa grænt ljós á Gilsárvirkjun í Eiðaþinghá og hefur samþykkt að auglýsa skipulag fyrir virkjunina.