Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. júlí 2025

Forsætisráðherra segir það þurfi tvo í tangó til leysa pattstöðuna á Alþingi og er vongóð um það. Formenn þingflokka funda með forseta Alþingis í hádeginu. Umræða um veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar er komin í þriðja sæti yfir þau mál sem mest hafa verið rædd á Alþingi.

Á annað hundrað mannúðarsamtaka krefjast þess Ísraelar heimili Sameinuðu þjóðunum sjá um matarúthlutun á Gaza. Ísraelsher hafi á einum mánuði drepið fimm hundruð manns við matarúthlutunarstöðvar.

Samfylkingin og Viðreisn koma best út úr nýrri könnun Maskínu um viðhorf til frammistöðu flokka á þingvetrinum sem fer senn ljúka. 47% svarenda segja Samfylkingu hafa staðið sig vel.

Sanna Magdalena Mörtudóttir segir stöðuna sem upp komin í Sósíalistaflokknum furðulega. framkvæmdastjórn flokksins segist halda sínu striki og leita nýju húsnæði.

Rauðar viðvaranir eru í gildi víða í Evrópu vegna mikils hita. Einn hefur látist vegna hitans á Ítalíu og annar á Grikklandi.

Ísland er jafn berskjaldað fyrir netárásum og önnur ríki. Sérfræðingur segir hættu á netárásum sem beinast gegn innviðum hafa aukist.

Lundaveiðar eru ósjálfbærar og veitingahús eru beðin taka lundakjöt af matseðli. Náttúruverndarstofnun segir óbreyttar veiðar og hlýnun sjávar geti valdið því lunda fækki enn frekar.

Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill Samband evrópskra útvarpsstöðva EBU útiloki Ísrael frá þátttöku í söngvakeppni Eurovision. Bæði þátttaka og sniðganga söngvakeppni Eurovision séu pólitískar aðgerðir.

Í kvöld fer í loftið síðasti seinni fréttatími sjónvarpsins. Þær hafa verið á dagskrá frá 1988

Frumflutt

1. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,