Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28. júní 2025

Ungur öryrki þarf greiða rúmlega milljón króna til halda áfram dómsmáli vegna nauðungarsölu á húsi sínu árið 2022. Formaður ÖBÍ segir fatlað fólk eiga erfitt með leita réttar síns fyrir dómstólum.

Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, en veiðigjaldið er ekki á dagskrá hans. Forseti Alþingis kveðst vonglöð um lausn í sjónmáli um þinglok.

Fyrirhugað er vísa óléttri konu í hjólastól úr landi, þvert á mat læknis. Konan er í áhættumeðgöngu og er langt gengin með tvíbura.

Búdapest Pride hátíðin, til stuðnings hinsegin fólki, er haldin í dag þrátt fyrir bann ungverskra stjórnvalda. Búist er við metþáttöku.

Þúsundir þyrptust á götur Teheran höfuðborgar Írans í morgun til minnast herforingja og vísindamanna sem féllu í árásum Ísraels á Íran. Þeir voru bornir til grafar í morgun.

Sérfræðingur í hugverkarétti segir eitt drekka kaffi úr múmínbolla en annað opna leiksvæði með múmínturni. Múmínlundur í Kjarnaskógi er mögulega brot á höfundarrétti.

Frumflutt

28. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,