Nýjar verðbólgutölur hafa líklega áhrif á vaxtaákvarðanir Seðlabankans, að sögn hagfræðings hjá Íslandsbanka. Verðbólga eykst á milli mánaða, fyrst og fremst vegna óvenjumikillar hækkunar á flugfargjöldum.
Ísraelskum hermönnum er skipað að skjóta á óvopnaða íbúa Gaza við úthlutunarstöðvar hjálpargagna. Þetta kemur fram hjá ísraelska miðlinum Haaretz þar sem rætt er við hermenn og yfirmenn í Ísraelsher.
Enn hefur ekki verið samið um afgreiðslu mála á Alþingi og þinglok. Hæst ber umræða um veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar sem er orðið sjötta mest rædda þingmál sögunnar.
Atvinnuvegaráðherra segist verulega hugsi yfir þeim vinnubrögðum sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi tamið sér í tengslum við veiðigjaldsfrumvarpið. Samtöl sem hún eigi við önnur hagsmunasamtök séu í allt öðrum dúr.
Norska lögreglan hefur lokið rannsókn á stjúpsyni norska krónprinsins. Hann er grunaður um 23 brot, meðal annars þrjár nauðganir og heimilisofbeldi.
Formaður Kennarasambands Íslands segir margar góðar ábendingar í nýrri skýrslu OECD, þar sem lýst er áhyggjum af stöðu íslenska menntakerfisins. PISA-könnunin sé þó ekki óumdeilanlegur mælikvarði.
Veruleg hætta er á að vitinn við Gjögurtá fremst við austanverðan Eyjafjörð falli í sjó fram. Hallinn er orðinn það mikill að vitinn lýsir ekki lengur í samræmi við sjókort. Vegagerðin ætlar að bregðast við.