Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple og Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, um samtals sjö hundruð milljónir evra fyrir að fara ekki eftir reglum um stafræna markaði.
Varaforseti Bandaríkjanna segir að Bandaríkin dragi sig úr friðarviðræðum ef Úkraínumenn og Rússar semja ekki strax um vopnahlé. Fundur Bandaríkjanna, Úkraínu og nokkurra Evrópuríkja verður í dag.
Konukot má vera í Ármúla í Reykjavík. Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt það. Gert er ráð fyrir að starfsemi geti hafist í maí eða júní.
Það er betra að fjárfesta í íbúðum en innlendum hlutabréfum, að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunin. Íbúðir hafi hækkað langt umfram verð- og launaþróun. Þetta sé til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði.
Fyrirtæki sem starfa við Jökulsárlón óttast að missa leyfi til að selja þjónustu ef uppbygging við lónið verður boðin út. Samningar renna út í haust.
Tugir þúsunda syrgjenda hafa lagt leið sína í Páfagarð til að votta Frans páfa virðingu sína. Áhorf á kvikmyndina Conclave, sem fjallar um páfakjör, jókst um tæplega 300% eftir að páfi lést á mánudag.
Meta gæti nýtt eldfima umræðu um viðkvæm mál á samfélagsmiðlum sínum, til að þjálfa gervigreind.
KA er Íslandsmeistari kvenna í blaki eftir sigur á Völsungi frá Húsavík.