Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 22. apríl 2025

Hjón sem tekið hafa sér sautján ára kólumbískan dreng sem vísa á úr landi, hafa kært brottvísun hans. kæra frestar þó ekki brottvísun. Tugir mótmæltu við dómsmálaráðuneytið í morgun.

Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur boðað komu sína í útför Frans páfa, á laugardag. Nokkrir kardínálar þykja koma til greina sem arftakar, en ómögulegt spá fyrir um hver tekur við.

Engir fyrrverandi stjórnmálamenn hafa verið skipaðir í stjórnir ríkisfyrirtækja eftir breytingar á vinnubrögðum við skipun. Stjórnum sex opinberra ríkisfyrirtækja hefur nánast verið skipt út í heild sinni.

Harvard-háskóli hefur lagt fram kæru gegn Bandaríkjastjórn vegna ákvörðunar Trumps forseta um frysta fjárveitingar til skólans.

Eldsneytisverð er áfram hærra á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Veiking bandaríkjadollara og lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu hafa ekki skilað sér í lækkun á bensíni og dísilolíu hér á landi.

Skrifstofa forseta Íslands segir forseta fyrir mistök hafa vísað til Frans páfa sem Pope Francis í færslu á Facebook. Hún hafi ætlað merkja opinbera síðu páfans í færslunni.

Sólskin og stillt veður var á suðvesturhorni landsins um páskana og í dag. Veðurfræðingur segir búast megi við veðurblíðan verði minni við vikulok.

Frumflutt

22. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,