Bandaríkjaforseti er tilbúinn að gefast upp á samningaviðræðum um frið í Úkraínu náist ekki sátt á næstu dögum. Bandaríkin ágirnast auðlindir í Úkraínu og ráðgert er að samningar um þær náist á næstu vikum.
Sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda segir ekkert tilefni til bjartsýni á Gaza. Alþjóðastofnanir séu máttlausar í viðbrögðum sínum við árásum Ísraelshers á almenna borgara.
Sala á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði gekk ekki í gegn og verður það sett aftur á sölu. Sveitarstjóri gerir ekki ráð fyrir að ráðuneytið skipti um skoðun og opni þar meðferðarúrræði að nýju.
Íbúafjöldi Ísafjarðar hefur tvöfaldast fyrir helgina, en tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefst í kvöld. Veðrið er óvenju gott í ár - sem gerir þeim sem eru þar á Skíðavikunni erfitt fyrir.
Bandarískur öldungardeildarþingmaður fékk að hitta Kilmar Abrego Garcia, fanga sem bandarísk stjórnvöld sendu í fangelsi í El Salvador fyrir mistök en fær ekki að snúa aftur til Bandaríkjanna.
Tveggja ára töfum á endurheimt votlendis er lokið en Votlendisjóður er aftur farinn af stað í verkefni. Land og skógur hefur gefið út aðferðafræði um hvernig standa skuli að vottaðri endurheimt og nákvæmari rannsóknir verða brátt birtar. Þær staðfesta mikla kolefnislosun frá framræstu landi.