Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. apríl 2025

Bandaríkjaforseti er tilbúinn gefast upp á samningaviðræðum um frið í Úkraínu náist ekki sátt á næstu dögum. Bandaríkin ágirnast auðlindir í Úkraínu og ráðgert er samningar um þær náist á næstu vikum.

Sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda segir ekkert tilefni til bjartsýni á Gaza. Alþjóðastofnanir séu máttlausar í viðbrögðum sínum við árásum Ísraelshers á almenna borgara.

Sala á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði gekk ekki í gegn og verður það sett aftur á sölu. Sveitarstjóri gerir ekki ráð fyrir ráðuneytið skipti um skoðun og opni þar meðferðarúrræði nýju.

Íbúafjöldi Ísafjarðar hefur tvöfaldast fyrir helgina, en tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefst í kvöld. Veðrið er óvenju gott í ár - sem gerir þeim sem eru þar á Skíðavikunni erfitt fyrir.

Bandarískur öldungardeildarþingmaður fékk hitta Kilmar Abrego Garcia, fanga sem bandarísk stjórnvöld sendu í fangelsi í El Salvador fyrir mistök en fær ekki snúa aftur til Bandaríkjanna.

Tveggja ára töfum á endurheimt votlendis er lokið en Votlendisjóður er aftur farinn af stað í verkefni. Land og skógur hefur gefið út aðferðafræði um hvernig standa skuli vottaðri endurheimt og nákvæmari rannsóknir verða brátt birtar. Þær staðfesta mikla kolefnislosun frá framræstu landi.

Frumflutt

18. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,