Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. apríl 2025

Vaxandi þrýstingur er innan Atlantshafsbandalagsins á Ísland verji meira til varnar- og öryggismála, segir utanríkisráðherra. Hún sat fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í Brussel í gær og í dag. Ráðherra boðar aukið samstarf við Evrópusambandið um varnarmál.

Kínversk stjórnvöld leggja hefndartolla á Bandaríkin í næstu viku. Nánast allar tölur á evrópskum hlutabréfamörkuðum eru rauðar og heimsmarkaðsverð á olíu hríðféll í morgun.

Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir fjöldi hinsegin fólks hafi leitað til samtakanna vegna ferðatakmarkana. Fólkið áhyggjufullt og hrætt.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur opnað fyrir alla umferð til og frá Grindavík. Spennubreytingar vegna eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni ollu skjálftahrinu við Kleifarvatn í gærkvöld.

Verið er koma upp varnargarði við nýtt brúarstæði yfir Ölfusá. Áin er ólíkindatól, segir staðarstjórinn. Þar verður sprengt í næstu viku.

Foreldrar eiga alltaf trúa barninu sínu, segja tíundu bekkingar sem hófu átak Barnaheilla í dag. Átakinu er ætlað vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum.

Nýliðinn marsmánuður var hægviðrasamur og hlýr um allt land. Sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri og hiti yfir meðallagi.

Uppselt er á leik Íslands og Noregs í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Um tíma var tvísýnt hvort uppselt yrði og þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sagði það skandal.

Frumflutt

4. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,