Bandaríkjaher er sagður hafa drepið minnst 31 í loftárásum á bækistöðvar Húta í Jemen. Árásirnar voru meðal annars gerðar á höfuðborg landsins.
Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í morgun í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti karlmanns sem fannst í Gufunesi á þriðjudag. Alls sitja sex í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tvær konur og fjórir karlar.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir til skoðunar að gera breytingar á hafnarlögum eftir dóm Landsréttar í máli Vesturbyggðar og Arnarlax. Samkvæmt dóminum er sveitarfélögum óheimilt að innheimta aflagjald af eldisfiski.
Hátt í sextíu létu lífið og rúmlega 100 slösuðust þegar eldur kviknaði á skemmtistað í Norður-Makedóníu í nótt.
Tífalda þyrfti fé til sjóvarna á næstu árum til að koma í veg fyrir álíka tjón og varð í óveðri á Suðvesturlandi í byrjun mánaðarins. Þetta segir strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni.
Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur fækkað verulega undanfarin ár. Flestir sóttu um vernd hér árið 2022.
Formaður Leigjendasamtakanna fagnar frumvarpi stjórnvalda sem vilja herða reglur um skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði. Breytingarnar hafi mildandi áhrif á leigumarkað.