Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14.mars 2025

Dómsmálaráðherra segir ummæli Ásthildar Lóu Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra um vantraust á dómskerfið vera óheppileg. Hún beri sjálf fullt traust til dómstóla. Ásthildur Lóa segist hafa tekið of djúpt í árinni.

Fulltrúar grænlenskra stjórnmálaflokka eiga neyðarfund í dag vegna ítrekaðra yfirlýsinga Trumps um taka yfir Grænland. Formaður landstjórnarinnar segir nóg komið. Trump ítrekaði yfirlýsingar sínar í gær á fundi með framkvæmdastjóra NATO.

Grunnskólar eru illa í stakk búnir til sinna börnum með sértækan vanda, segir formaður Skólastjórafélagsins. Hann segir úrræðaleysi í samfélaginu bitna á skólastarfi.

Um sjö hundruð skjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinunni sem hófst úti fyrir Reykjanestá á miðvikudag.

Þriggja mánaða ríkisstyrkur, til halda úti áætlunarflugi til Húsavíkur, rennur út í dag. Forsvarsmenn flugfélagsins segja styrkina forsendu þess halda áfram.

Starfsfólk Félagsbústaða skorar á borgarstjóra stíga inn í deilur innan fyrirtækisins og senda framkvæmdastjóra þess í leyfi á meðan úttekt er gerð á stjórnarháttum hennar.

Frumflutt

14. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,