Barnamálaráðherra segir að þótt neyðarvista hafi þurft börn í rúmlega fjörutíu skipti í fangaklefa í Hafnarfirði, sé það ekki mikil notkun á úrræðinu. Engu að síður sýni fjöldinn alvarleika málsins.
Zelensky Úkraínuforseti kallar eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum eftir sprengjuárásir þeirra í nótt. Tuttugu hið minnsta létust í árásunum.
Forsætisráðherra segir það tímaskekkju að greiða handhöfum forsetavalds laun í fjarveru forseta og ætlar að leggja fram frumvarp í haust sem afnemur greiðslurnar. Handhafar forsetavalds fengu átta milljónir króna á ári í sinn hlut á síðasta kjörtímabili.
Skjálftinni af stærðinni tveir mældist í kvikuganginum við Sundhnúkagíga á Reykjanesskaga í nótt. Þetta er stærsti skjálftinn í kvikuganginum frá síðasta gosi.
Stórleikarinn gene Hackman lést líklega um viku á eftir eiginkonu sinnihans lést. Talið er að hann hafi ekki gert sér grein fyrr dauða hennar vegna alzheimer-sjúkdóms.
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag. Alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu misrétti verður hleypt af stokkunum í Reykjavík.