Utanríkisráðherra hefur óskað eftir samtali við Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um varnar- og tollamál og hefur þegar rætt við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Aukafundur leiðtoga Evrópusambandsins í dag markar tímamót, ekki aðeins fyrir sambandið heldur einnig Úkraínu, segir forseti framkvæmdastjórnar ESB. Forseti Úkraínu er á fundinum og stefnt er að því að afgreiða milljarða evra hernaðarlegan stuðning við Úkraínu.
Tryggja verður flug til Vestfjarða og tíminn er naumur, mikið er í húfi fyrir atvinnulífið, segir framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu. Ríkið hafi skýra skyldu gagnvart landsbyggðinni.
Carbfix hyggst reisa móttökustöð fyrir koldíoxíð og hefja niðurdælingu þess, á Bakka við Húsavík. Sveitarstjóri Norðurþings óttast ekki að verkefnið fái sömu móttökur og í Hafnarfirði þar sem því hefur verið mótmælt.
Síðasta bréfið verður borið út hjá danska póstinum á þessu ári. Hætta á bréfasendingum á næsta ári og um 1500 starfsmenn PostNord missa vinnuna.
Óveður í byrjun febrúar er með þeim verstu á síðari árum. Óvenju hlýtt og blautt var í febrúar.
Bikarvika í blaki hefst í dag með undanúrslitaleikjum karla. Ljóst er að nýtt nafn verður ritað á bikarinn, Ríkjandi bikarmeistarar í Hamri eru úr leik.