Ríkissáttasemjari hefur boðað allar samninganefndir í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga á fund í karphúsinu í dag. Ekki hefur verið fundur í deilunni síðan Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu ríkissáttasemjara.
Á áttunda tug grunnskólakennara í Garðabæ mótmæltu við ráðhús bæjarins í morgun og kröfðust þess að deilan yrði leyst. Minnst tíu kennarar hafa sagt upp störfum í sveitarfélaginu.
Samist gæti um frið í Úkraínu á næstu vikum segir forseti Frakklands, sem var gestur í Hvíta húsinu í gær. Trump ætlar að funda með Zelensky fljótlega.
Rússnesk stjórnvöld fagna afstöðu Bandaríkjanna við atkvæðagreiðslu um málefni Úkraínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þau telja samstarf við Bandaríkin um námuvinnslu í Úkraínu vel hugsanlegt.
Móðir sem ákærð var fyrir að láta umskera barn sitt í heimahúsi á Akureyri var sýknuð í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær.
Fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins fær greidd laun frá sambandinu fram á sumar ofan á þingfararkaup sitt. Fyrrverandi formaður VR segist þiggja biðlaun til að tryggja afkomu fjölskyldu sinnar.
Stærsti útvarpsþáttur Evrópu verður á dagskrá Rásar tvö í kvöld og fluttur samtímis á rásum um alla álfuna. Við lítum við í stúdíói 12 í fréttatímanum þar sem Elín Hall er í óða önn að taka upp framlag Íslands.
Ísland sækir Frakkland heim í kvöld í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Frakkland er með eitt sterkasta landslið heims.