Leiðtogar Evrópuríkja fjölmenntu til Kyiv í morgun til að árétta stuðning sinn við Úkraínu - nú þegar mikil óvissa ríkir um samstöðu Bandaríkjamanna með álfunni. Síðar í dag fundar Frakklandsforseti með forseta Bandaríkjanna.
Kristilegir demókratar í Þýskalandi leitar að líkindum til Sósíaldemókrata um að mynda meirihlutastjórn, eftir þingkosningarnar í gær. Flokkarnir tveir eru með nauman meirihluta á þinginu.
Utanríkisráðherra segir blikur á lofti í mannréttindamálum um allan heim, hún hefur nýlokið ávarpi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Staðan í deilunnu er flókin eftir að sveitarfélögin höfnuðu innanhústillögu ríkissáttasemjara.
Samgöngustofa hefur ekki ákveðið hvenær austur-vestur brautin á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð á ný þrátt fyrir búið sé að fella tré á fyrsta forgangssvæði í Öskjuhlíð.
Sveitarfélög eru ýmist farin að endurskoða greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eða hafa stöðvað þær ef lagaskilyrði eru ekki uppfyllt. Áður fengu flokkarnir oft greitt án nokkurrar eftirfylgni.
Austfirðingar geta fengið viðtalsmeðferð hjá Píeta samtökunum á Reyðarfirði. Framkvæmdastýra Píeta segir að mikið ákall hafi verið um að samtökin kæmu austur með þjónustu.