Brúin yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði gaf sig í morgun vegna vatnavaxta og klaka. Ferðamenn lentu í vandræðum í vatnselg á Holtavörðuheiði í nótt. Björgunarsveitarmaður synti til þeirra í öryggislínu til að bjarga þeim af þaki bíls þeirra.
Lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra hefur opnað aðgerðarstjórn á Húsavík til að undirbúa viðbrögð við hugsanlegu eldgosi í Bárðarbungu. Rólegt var við Bárðarbungu í nótt.
Samningaviðræður um vopnahlé á Gaza halda áfram í Katar. Ísraelar hafa hert árásir og drepið minnst sextíu og tvo síðasta sólarhring.
Síma- og netsamband lá niðri á Skagaströnd frá miðnætti og framundir morgun þegar klakastykki ruddi niður bráðabirgðatengingu ljósleiðara yfir á skammt utan við bæinn.
Samningaviðræður kennara við sveitarfélögin halda áfram í dag. Formaður Kennarasambands Íslands segir kröfur þeirra óbreyttar.
Stefnt er að setningu Alþingis fyrir mánaðamót. Flokkur fólksins fer með formennsku í flestum þingnefndum.
Matvöruverð hækkaði minna um áramótin en búist var við. Engar vísbendingar eru um frekari hækkanir í janúar, segir verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.
Hafrannsóknastofnun þarf fé til að rannsaka loðnustofninn, segir formaður Samtaka sjávarútvegsfélaga. Engar loðnuveiðar voru í fyrra.
Ísland hefur leik á heimsmeistaramóti karla í handbolta á morgun og mætir þá Grænhöfðaeyjum.