ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 13. janúar 2025

Landskjörstjórn hefur kallað eftir skýringum á að tuttugu og fimm möguleg atkvæði komu ekki til talningar í Suðvesturkjördæmi og lítur það alvarlegum augum.

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í hádeginu. Búist er við að á fundinum verði dagsetning landsfundar staðfest.

Vindur í Los Angeles magnast í dag samkvæmt veðurspá og það gerir slökkvistarf enn erfiðara. Tuttugu og fjórir hafa farist og tuga er saknað.

Norsk stjórnvöld ætla í vikunni að hafa milligöngu um viðræður um tveggja ríkja lausn í deilu Palestínumanna og Ísraela.

Einn var fluttur á slysadeild á Akureyri í gær eftir hópárás í heimahúsi við Óseyri. Fimm voru handteknir. Maðurinn sem ráðist var á er ekki í lífshættu.

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að hafa tekið annan mann kyrkingartaki í sjö mínútur. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu svokallaða.

Tugir skemmtiferðaskipa hafa afboðað komu til hafna við Ísland, eftir að innviðagjald lagðist á farþega skipa um áramót. Formaður Cruise Iceland vonar að ný ríkisstjórn taki málið upp að nýju.

Starfsmenn sem sauma föt fyrir kínverska tískurisann She-in vinna allt að sjötíu og fimm tíma á viku.

Freyr Alexanderson verður kynntur sem þjálfari norska fótboltaliðsins Brann í dag. Hann hafði verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands en nú er ljóst að hann tekur ekki við því.

Frumflutt

13. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,