ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5. janúar 2025

Inflúensutilfellum hefur fjölgað mjög hratt hér á landi síðustu daga og faraldur geisar í Evrópu. Fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að óvenju löng bið sé eftir símaaðstoð vegna álags.

Úkraínuforseti segir mikið mannfall hafa verið hjá Rússlandsher í Kursk-héraði síðustu daga. Herir ríkjanna gerðu drónaárásir í nótt.

Matvælastofnun vill herða reglur til að fyrirbyggja stórfelldan seiðadauða eins og þann sem varð í laxeldi Kaldvíkur í Fáskrúðsfirði fyrir áramót. Það ætti að vera bannað að setja út seiði í sjókvíar þegar hitastig sjávar fer undir fimm gráður.

Stjórnarkreppa er í Austurríki eftir að slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum í gær og kanslarinn sagði af sér. Þar gæti þurft að boða aftur til kosninga, en kosið var fyrir rúmum þremur mánuðum.

Tæplega tvö þúsund umsagnir hafa borist í samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra óskaði eftir hagræðingartillögum frá almenningi. Starfshópur vinnur úr þeim og á að skila niðurstöðu fyrir vorið.

Minkarækt er hafin á ný í Danmörku en öllum minkum í landinu, hátt í sautján milljónum, var lógað í covid-faraldrinum.

Stærðarinnar glitský blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun. Slík ský eru mjög litrík og myndast hátt á himni í köldu veðri.

Glódís Perla Viggósdóttir var valin íþróttamaður ársins. Í fyrsta sinn í sögu verðlaunanna voru konur í þremur efstu sætunum í kjörinu.

Frumflutt

5. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,