ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29. desember 2024

Fuglager er talin möguleg ástæða flugslyss í Suður-Kóreu í morgun. 179 létu lífið en tveir flugþjónar voru fluttir á sjúkrahús.

Fjöldi ökumanna lenti í vandræðum á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum í gær og sumir fóru útaf því þeir sáu ekki veginn. Fjórar björgunarsveitir voru ræstar út.

Undir niðri kraumar ónánægja með stöðu Sjálfstæðisflokksins segir stjórnmálafræðingur, og erfitt geti verið fyrir forystuna að fresta uppgjöri of lengi. Staða fomannsins sé veik vegna niðurstöðu kosningana.

Ný stjórnvöld í Sýrlandi bíða ekki boðanna heldur hafa þau byrjað að elta uppi og handtaka samverkamenn Assad-stjórnarinnar. Hátt í 300 manns hafa verið tekin höndum.

Fráfarandi forseti Georgíu segist ætla að standa áfram með þjóðinni eftir að hún yfirgefur forsetahöllina. Þúsundir mótmæltu innsetningu nýs forseta í embætti, á meðan embættistakan fór fram á bak við luktar dyr.

Margir Grindvíkingar eru enn í frjálsu falli, segir kona sem flutti þaðan í kjölfar jarðhræringanna sem hófust fyrir ári og segir frá árinu í lífi sínu og fjölskyldunnar í Kveik í kvöld.

Það er mikilvægt að hundaeigendur haldi ró sinni ef hundurinn flýr að heiman vegna hræðslu við flugelda, segir kona sem leitar að týndum dýrum. Hræddur hundur og hræddur eigandi eigi ekki saman.

Frumflutt

29. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,