Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 13. nóvember

Óvissustigi verður ekki aflétt og búast við því vegum á Vestfjörðum verði lokað aftur í kvöld vegna ofankomu. Á Norðurlandi sinntu björgunarsveitir fjölda útkalla vegna foktjóna.

Fínn leir ofan af hálendi smaug inn um glugga á Héraði í sterkri vestanátt í nótt og sundlaugarbotninn á Egilsstöðum var svartur af drullu í morgun.

Vaxtagreiðslur ríkissjóðs aukast um fjórtán og hálfan milljarð í ár samkvæmt fjáraukalögum. Hálfur milljarður fer í kostnað vegna komandi alþingiskosninga.

Hátt í níutíu prósent félaga í verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á leikskólum í næstu viku. Allsherjarverkfall gæti skollið á níunda desember.

Kjarasamningar síðustu ára hafa dregið úr bili milli tekjuhárra og tekjulágra. Hagstofustjóri segir þetta spretta af áherslu á krónutöluhækkanir.

Donald Trump hefur tilkynnt milljarðamæringurinn Elon Musk fari fyrir nýju ráðuneyti sem á hagræða í opinberum útgjöldum.

Barnaverndartilkynningum í Mosfellsbæ fjölgar um 50 prósent á milli ára og ætlar bærinn verja hundrað milljónum aukalega í forvarnarstarf.

Bandarísk yfirvöld segja Ísrael hafi staðið við skilmála sem settir voru um aukna neyðaraðstoð á Gaza en bandalag hjálparsamtaka fullyrðir Ísrael hafi ekki staðið við neitt.

Svipað hlutfall karla og kvenna er í framboði fyrir kosningarnar 30. nóvember, Það er þó misjafnt eftir flokkum - hjá einum flokki eru konur um fjórðungur frambjóðenda í tíu efstu sætunum.

Þjálfari landsliðs kvenna í handbolta, gerir aðra tilraun í dag til kynna leikmannahóp Íslands fyrir Evrópumótið sem hefst í lok mánaðarins.

Frumflutt

13. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,