ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28. september 2023

Stjórnarformaður Grundarheimilanna fundar með tugum starfsfólks sem til stendur að segja upp og vinnur einkum við ræstingar og þvotta. Formaður Eflingar boðar aðgerðir.

Verðbólga hækkaði lítillega á milli mánaða og er komin í átta prósent. Verðhækkun og skóm og fötum er ein helsta orsökin.

Ekkert lát virðist á ofbeldisöldu í Svíþjóð. Tveir karlar voru skotnir til bana í Stokkhólmi í gærkvöld og kona fórst í sprengjuárás í Uppsölum. Leiðtogi Jafnaðarmanna vill fá herinn til aðstoðar.

Lögum um hatursorðræðu og hatursglæpi er vart beitt hér á landi, sagði þingmaður Pírata á Alþingi í morgun. Þar var rætt um líkamsárás á hinsegin mann í miðborg Reykjavíkur í vikunni

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir áhyggjuefni hversu hátt hlutfall atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar, eða tæplega 50 prósent. Engin einhlít skýring sé á þessu.

Útgjöld til hernaðarmála verða aukin um sjötíu prósent í Rússlandi á næsta ári. Þau nema þá sex prósentum af landsframleiðslu.

Forsetaefni Repúblikanaflokksins skutu á Donald Trump í kappræðum í gær. Trump mætti ekki sjálfur og hélt eigin kosningafund í staðinn.

Hvalaþjálfari tekur þátt í björgun háhyrningsins sem liggur strandaður í Gilsfirði. Hvalnum verður klappað og reynt að láta hann gera jógaæfingar til að róa hann fyrir flutninginn.

Ný tegund sæsnigla hefur numið land í fjörum Breiðafjarðar. Stórmerkur fundur segja líffræðingar.

Frumflutt

28. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,