Morgunvaktin

Efnahagsmál, Berlínarspjall og Kaldrananeshreppur

Við fjölluðum um útflutning og stöðu útflutningsgreinanna. Áföll í stóriðjunni, minni uppsjávarafli og færri flugferðir; allt hefur þetta áhrif. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, fór yfir sviðið með okkur.

Stjórnmál, saga og menningartengd ferðaþjónusta komu við sögu þegar við ræddum við Arthur Björgvin Bollason um þýsk málefni.

Kaldrananeshreppur er nýjasta byggðalagið til taka þátt í verkefninu brothættar byggðir. Við heyrðum um hvað er íbúum efst í huga þegar við spjölluðum við Valgeir Jens Guðmundsson verkefnisstjóra á Drangsnesi.

Tónlist:

Ivo Pogorelic - Prelúdía nr. 4 eftir Chopin.

Ivo Pogorelic - Prelúdía nr. 13 eftir Chopin.

Max Roach - Body and soul.

Frumflutt

11. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,