Morgunvaktin

Washington, ríkisstjórnin í Stykkishólmi og hitabylgja í Frakklandi

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í byrjun viku hann hygðist taka yfir lögregluna í Washington DC og senda þjóðvarðlið þangað. Hann lýsti borginni sem hættulegri og skítugri. Jón Óskar Sólnes bjó í Washington og gaf í sumar út bók um borgina, og hann kom til okkar.

Ríkisstjórnin verður í Stykkishólmi í dag, og fundar með sveitarstjórnarfólki á Vesturlandi. Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar og fulltrúi í Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, ræddi við okkur um málefni landshlutans.

Kristín Jónsdóttir ræddi svo við okkur frá París um hitann sem verið hefur í Frakklandi undanfarið. Hitamet hafa verið slegin, gróðureldar geisað og tekist er á um loftkælingu.

Tónlist:

Sonny & Cher - I got you babe.

Sonny & Cher - The beat goes on.

Melchior, Hilmar Oddsson - Fiskisúpa Sigríðar í Fjöruhúsinu.

Svavar Knútur Kristinsson - Lærum fljúga.

Frumflutt

14. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,