Morgunvaktin

Vestfirðir, bókasöfn og sálmar

Í fyrsta viðtali dagsins var fjallað um Vestfirði en forsvarsmenn fjórtán fyrirtækja í fjórðungnum hafa sett á fót Innviðafélag Vestfjarða. Það á beita sér fyrir bættum innviðum, einkum samgöngum og orku. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, sagði frá helstu áherslum.

Bókasafnsdagurinn er í dag. Af því tilefni spjallaði Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bókasafnsins í Reykjanesbæ, um starfsemi safnsins. Það er vel sótt, glæpasögur eru vinsælastar.

Sálmar voru viðfangsefni Magnúsar Lyngdal Magnússonar í rabbi um sígilda tónlist. Leikin voru sex tóndæmi.

Tónlist:

Aldrei fór ég suður - Bubbi Morthens,

Silfraður bogi - Bubbi Morthens.

Frumflutt

6. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,