Morgunvaktin

Íslensk og þýsk stjórnmál og sögur af fálkum

Alþingi verður sett í dag. Í stórum hópi nýrra þingmanna eru Ingibjörg Davíðsdóttir Miðflokknum og Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingunni. Þær spjölluðu um nýja starfið og stjórnmálin yfir kaffibolla.

Mikill þungi hefur færst í kosningabaráttuna í Þýskalandi. Málflutningur Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata í útlendingamálum hefur vakið úlfúð. Arthur Björgvin Bollason sagði frá og líka frá minnkandi bjórdrykkju Þjóðverja.

Sögur af fálkaveiðum fyrir kónga á Norðurlöndunum voru rifjaðar upp. Það gerði Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur. Hér voru slíkar veiðar stundaðar öldum saman, allt fram yfir aldamótin 1800. Ólafur sagði líka frá stöðu fálkastofnsins í dag - hún er slæm, fuglaflensan hefur höggvið skarð.

Tónlist:

The Highwayman - Jimmy Webb og Mark Knopfler,

Djúp dögun - höf: Þröstur Sigtryggsson

The promise - Kris Kristofferson,

Die Kleine kneipe in meiner Strasse - Peter Alexander.

Frumflutt

4. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,