Morgunvaktin

Byggt yfir geðsvið Landspítala, Evrópupólitík og ökuréttindi eldri borgara

Í byrjun þáttar var fjallað um Skorradal en sameining Skorradalshrepps og Borgarbyggðar var samþykkt í íbúakosningu sem lauk á laugardag. Fegurð Skorradals er rómuð og víða hefur verið um hana skrifað.

Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, var gestur. Til stendur reisa nýja byggingu yfir geðþjónustu spítalans. Rætt var um þau áform og eins nýbygginguna við Hringbraut sem vonast er til verði tilbúin 2028.

Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel fór yfir pólitík í Evrópu. Kosið verður í Tékklandi í byrjun október og stjórnarkreppa ríkir í borgarstjórn belgísku höfuðborgarinnar.

Þingkonurnar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Flokki fólksins, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Miðflokknum hafa lagt fram þingmál um breytt fyrirkomulag gildistíma ökuréttinda. Þegar 75 ára aldri er náð þarf fólk endurnýja réttindin árlega. Þær vilja afnema það kerfi og gera eldra fólki lífið léttara hvað þetta varðar.

Tónlist:

Ég vil fara upp í sveit - Elly Vilhjálms,

Becoming - Sunna Gunnlaugsdóttir,

Hagavagninn - Skólahljómsveit Kópavogs,

Hagavagninn - Jóhann Helgason,

Þrjú hjól undir bílnum - Ómar Ragnarsson.

Frumflutt

22. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,