Morgunvaktin

Kvennaverkfall - Petrína á Patreksfirði og Vilborgir sex

Í dag er kvennaverkfall og dagskrá Morgunvaktarinnar tók mið af því. Petrína Sigrún Helgadóttir, formaður kvenfélagsins Sifjar á Patreksfirði, sagði frá því sem til stendur í tilefni dagsins þar; félagið fagnar líka 110 ára afmæli í dag. Petrína tók daginn snemma eins og alla daga, hún eldar hádegismat fyrir hálfan bæinn.

Leikið var brot úr dagskrá morgunþáttar Útvarpsins fyrir 50 árum, Jón Múli Árnason var umsjónarmaður er þrjár konur tóku útsendinguna yfir í tilefni af kvennafrídeginum, þær Vilborg Dagbjartsdóttir skáld, Vilborg Harðardóttir blaðamaður og Vilborg Sigurðardóttir formaður Snótar.

Og sama gerðu þrjár konur í dag - þáttinn tóku yfir Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur, Vilborg Halldórsdóttir leikkona og ljóðskáld og Vilborg Ása Guðjónsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur.

Í spjalli um klassíska tónlist fjallaði Magnús Lyngdal um bandarísku söngkonuna Jessye Norman.

Tónlist:

Svanasöngur á heiði - Guðrún Á. Símonar,

Björt mey og hrein - Hallbjörg Bjarnadóttir.

Frumflutt

24. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,