Morgunvaktin

Bandarísk stjórnmál, Berlínarspjall og Kvennaskólinn 150 ára

Fimm vikur eru til kjördags í Bandaríkjunum. Donald Trump og Kamala Harris eru í framboði til embættis forseta. Þau eru gjörólík í háttum og fasi en hvað skilur á milli í pólitíkinni? hverjar eru helstu áherslur þeirra og loforð? Við skoðuðum það með Guðmundi Hálfdánarsyni, prófessor í sagnfræði, sem lærði í Bandaríkjunum á sínum tíma og fylgist vel með stjórnmálunum þar í landi.

Í Berlínarspjalli fjallaði Arthur Björgvin Bollason um stjórnmálin í Þýskalandi; Græningjar eru í stórkostlegum vandræðum sem ekki sér fyrir endann á, tugir þúsunda hlupu maraþon um götur höfuðborgarinnar á sunnudag og Sjón var þar á dögunum og las úr nýútkominni þýskri þýðingu á Næturverkum.

150 ár eru í dag síðan Kvennaskólinn í Reykjavík var settur í fyrsta sinn. Fyrsta veturinn voru tíu stúlkur við skólann en dag eru nemendur næstum sjö hundruð. Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari kom til okkar og sagði frá lífinu í Kvennó.

Tónlist:

Kristofferson, Kris - Help me make it through.

Kristofferson, Kris - New game now.

Ríó tríó - Eina nótt.

Kór Kvennaskólans í Reykjavík - Fagra veröld.

Frumflutt

1. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,