Morgunvaktin

Aðventa Gunnars er fáanleg á arabísku

Boðið var upp á bland í poka á síðustu Morgunvakt ársins.

Sagt var frá stofnun Verslunarfélags Steingrímsfjarðar fyrir 125 árum og tíðarfari, aflabrögðum og landbúnaði á Ströndum 1898. Leikið var viðtal frá í sumar við Gísla Einarsson sjónvarpsmann um mun á landsmönnum eftir búsetu.

Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, talaði frá Hallormsstað um Skriðuklaustur og Gunnar Gunnarsson skáld og konu hans Franzisku. Í máli hans kom m.a. fram bækur Gunnars hafa verið gefin út víða um heim á síðustu árum og Aðventa t.d. þýdd á Ítölsku og arabísku.

Þá var leikið brot úr Áramótaskaupi Útvarpsins 1982.

Smooth operator - Sade,

Vetrarsól - Björgvin Halldórsson og Sinfóníuhljómsveit Íslands,

Halló, halló, halló - Stuðmenn,

Andar í útlegð - Mógil,

Hvað ertu gera á gamlárs? - Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius,

Í löngu máli - Una Torfadóttir.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Frumflutt

29. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,