Morgunvaktin

Allsherjar endurskoðunar þörf í kerfum og samfélaginu

Bogi Ágústsson settist við Heimsglugginn og á dagskrá voru bresk stjórnmál. Boris Johnson kom í gær fyrir sérstaka rannsóknarnefnd vegna viðbragða stjórnvalda við Covid-faraldrinum og baðst afsökunar. Tveir aðrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins komu einnig við sögu, annar sagði af sér í gærkvöldi.

Íslenskum krökkum gengur ekki nógu vel í skólanum. Það sýna nýbirtar niðurstöður alþjóðlega Pisa-samanburðarins. Sérfræðingar leggja til breytingar til úrbóta - við heyrum hverjar þær eru. Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands, ræddi þessi mál.

Ísfirðingar vilja ekki fleiri skemmtiferðaskip leggi bryggjum bæjarins en undanfarin sumur - það er komið þolmörkum, segja þeir. Þetta sýnir rannsókn. Við ræddum um þolmörkin í ferðaþjónustunni - hvað þola bæir og náttúran? Við veltum því fyrir okkur með Önnu Karlsdóttur, lektor í mannvistarlandfræði og ferðamálafræði.

Árni Snævarr upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum hélt áfram fjalla um mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Í dag var fjallað um áhrif yfirlýsingarinnar.

Tónlist:

Waits, Tom - Little trip to heaven (on the wings of your love).

Armstrong, Louis and his Orchestra - Thankful.

Frumflutt

7. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,