Morgunvaktin

Sveitarstjórnir, samskipti Íslands og Þýskalands og grúsk í gömlum skjölum

Skipan sveitarstjórnarmála á Íslandi hefur breyst mikið undanfarna áratugi, af ýmsum ástæðum. Hlutverk hins opinbera hefur breyst, sömuleiðis búseta fólks, sveitarfélögum hefur fækkað og verkefni verið færð til þeirra frá ríkinu. Engu síður hefur vantað upp á rannsóknir og upplýsingar um áhrif og afleiðingar þessa. hafa nokkrir fræðimenn tekið sig saman og gefið út bók um efnið, Eva Marín Hlynsdóttir prófessor sagði frá.

Utanríkisráðherrar Íslands og Þýskalands funduðu í Berlín um helgina og í Berlínarspjalli dagsins ræddi Arthúr Björgvin Bollason við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um samskipti ríkjanna tveggja, bæði pólitísk og menningarleg.

Svo var á dagskrá svolítið grúsk; grúsk í gömlum skjölum og dómum. Meðal mála sem komu til kasta íslenska yfirréttarins undir miðja átjándu öldina voru hrakningar Elínar Jónsdóttur, Kýrmálið á Tittlingastöðum, hártog í Skagafirði og hórdómsbrot í Árnessýslu. Um þau og fleiri lesa í nýútkomnu fimmta bindi heildarútgáfu dóma og skjala réttarins. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagði okkur frá gömlum dómsmálum.

Tónlist frá útsendingarlogg 2025-12-09

Mannakorn - Ef þú ert mér hjá.

Ásgeir Ásgeirsson - Floating in the dead sea.

Freddy Quinn - In Hamburg (Wo die Nordseewellen).

Rósa Guðrún Sveinsdóttir - Fúlí.

Frumflutt

9. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,