Morgunvaktin

Skapandi greinar, farfuglar og sígild tónlist

Hönnunarmars stendur yfir, hátíð hönnunar og arkitektúrs. Við ræddum við Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, um hagræn áhrif lista og menningar, stefnur stjórnvalda, fjármögnun og ýmislegt fleira.

Við forvitnuðumst líka um blessaða farfuglana, þeir eru tínast til landsins þessa dagana. Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði fylgist með komu þeirra í gegnum sjónaukann sinn.

Tónlist Camile Saint-Saëns var á dagskránni þegar Magnús Lyngdal kom til okkar og sagði frá frá franska tónskáldinu og lék fyrir okkur brot úr nokkrum verkum.

Tónlist:

Elly Vilhjálms - Það er svo ótalmargt.

Svanhildur Jakobsdóttir, Sextett Ólafs Gauks - Vor við sæinn (Bjartar vonir vakna).

Frumflutt

4. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,