Morgunvaktin

Stúdentamótmæli og bandarísk málefni, Fuglafit og fuglarannsóknir

Háskólastúdentar í yfir 80 háskólum í Bandaríkjunum hafa síðustu vikur mótmælt stríðinu á Gaza og hvatt til þess háskólarnir slíti fjárhagsleg tengsl við Ísrael. Mótmælin hafa vakið mikil viðbrögð, ekki síst meðal stjórnmálamanna í Bandaríkjunum, eins og við ræddum við Jón Óskar Sólnes, sem er búsettur í Washington DC og fylgist vel með bandarískum þjóðmálum.

Þættirnir Fuglafit hafa vakið verðskuldaða athygli meðal hlustenda Rásar 1 undanfarið. Í þeim segir Hlynur Steinsson frá fuglasöng út frá bæði líffræðilegum og menningarlegum hliðum, ræðir samskipti fugla, menningu þeirra og mállýskur. Þeir syngja nefnilega ekki allir eins. Þröstur í byggð syngur öðru vísi en þröstur í sveit. Hlynur kom til okkar og sagði frá áhuga sínum og rannsóknum á fuglum.

Við heyrðum líka brot úr erindi sem Katrín Pálsdóttir, félagsmálafrömuður, flutti í útvarpið um kyninn og muninn á þeim árið 1948. Við fjölluðum um Katrínu á miðvikudaginn.

Tónlist:

Springfield, Dusty - You don't have to say you love me.

Springfield, Dusty - The look of love.

Presley, Elvis - The wonder of you.

Katrín Halldóra Sigurðardóttir - Lítill fugl.

Hjálmar - Lítill fugl.

Winckler, Gustav - Hvide måge.

Frumflutt

10. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,