Morgunvaktin

Stjórnmálaumræðan, Evrópumál og Laxness

Hatur og hótanir í stjórnmálum voru umfjöllunarefni okkar þegar Jón Gunnar Ólafsson, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, kom í þáttinn. Við höfum fjallað um umræðuna um þessi mál í Svíþjóð undanfarið en færðum hana hingað heim og spurðum um hvað er vitað um stöðuna.

Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, sagði meðal annars frá kosningum í Hollandi seinna í vikunni og leiðtogafundunum sem haldnir voru fyrir helgi.

Í dag, 27. október, eru 70 ár frá því tilkynnt var Halldór Laxness hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels það árið. Við notuðum tækifærið, ekki síst í ljósi umræðunnar um skáldið og bækurnar hans síðustu vikur, og spurðum hvernig á byrja lesa Laxness? Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri og bókmenntafræðingur var með okkur.

Tónlist:

Una Stefánsdóttir, Stefán S. Stefánsson - Vorlauf.

MAAR - Any Other Day.

Frumflutt

27. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,