Morgunvaktin

Lýðveldisafmæli, ferðamál og hvítasunnukirkjan

Í dag er 17. maí - þjóðhátíðardagur Norðmanna - og það er mánuður í þjóðhátíðardag okkar Íslendinga; 17. júní. Þá verða 80 ár liðin frá stofnun lýðveldisins. Afmælinu verður fagnað með ýmsum hætti á árinu og þegar hefur eitt og annað verið gert. Margrét Hallgrímsdóttir heldur utan um afmælishaldið á vegum forsætisráðuneytisins og sagði okkur frá því sem stendur.

Hvítasunnan er fram undan. Í hugum sumra er hvítasunnuhelgin fyrst og fremst frí og ferðalög - á mánudag er almennur frídagur - en innan kristinnar kirkju hefur hún töluverða þýðingu: Hvítasunnan er ein þriggja höfuðhátíða hennar. Í aðdraganda hvítasunnunnar fjölluðum við um hvítasunnuna og hvítasunnukirkjuna Fíladelfíu; Helgi Guðnason forstöðumaður var gestur þáttarins.

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri FF7, var líka með okkur í þættinum. Á dagskránni voru yfirlýsingar forstjóra Play um mögulega fari flugfélagið fljúga til Íslands frekar en frá landinu, vinsælar verslunarborgir í Evrópu - sem hafa tekið breytingum eftir Brexit, og gervigreind í ferðaþjónustu.

Tónlist:

Haukur Morthens, Hljómsveit - Ég skal bíða þín.

Haukur Morthens, Orion kvintettinn - Þér ég ann.

Hljómsveit Hauks Morthens, Haukur Morthens - Í hjarta þér.

Gospelkór Fíladelfíu, Gospelkór Fíladelfíu - Guð þú ert minn Guð.

Frumflutt

17. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,