Morgunvaktin

Á annað hundrað gististaðir taka þátt í hópmálsókn

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, var fyrsti gestur þáttarins og ræddi um hópmálsókn hótela í Evrópu gegn bókunarfyrirtækinu Booking. 150 íslenskir gististaðir taka þátt í málsókninni, en krefja á fyrirtækið um skaðabætur fyrir markaðsmisnotkun.

Arthur Björgvin Bollason ræddi um þýsk málefni í Berlínarspjalli, og fór meðal annars yfir ýmiss konar tölfræði um Þjóðverja, ferðavenjur þeirra og menningu.

Í síðasta hluta þáttarins var rætt um sólmyrkvann sem verður eftir nákvæmlega ár, og um Hamborg í Fljótshlíð. Byggðakjarninn rís þar á næstunni og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tekur fyrstu skóflustunguna í dag.

Tónlist:

Steinar Albrigtsen - Till the morning comes.

Capri-Fischer - Vico Torriani.

Frumflutt

12. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,