Morgunvaktin

Breytt ástand og horfur í alþjóðamálum

Viðræður um frið í Úkraínu fóru fram í Sádí-Arabíu í gær, án Úkraínumanna og Evrópu. Þýða virðist komin í samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, og margir virðast þeirrar skoðunar miklar breytingar hafi orðið undanfarið í alþjóðamálum. Við ræddum þessi mál í þættinum í dag, fyrst við Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, og svo við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Þessi mál komu líka við sögu í spjalli okkar við Borgþór Arngrímsson um dönsk málefni, enda hafa Danir tilkynnt um mikla aukningu útgjalda í varnarmál. Borgþór ræddi þó líka um fleiri mál, umhverfismál, ferðamenn og það hvernig á sjóða egg.

Tónlist:

Bruno Canino, Lynn Harrell - Sicilienne, op. 78.

Stefán Helgi Stefánsson, Davíð Ólafsson - Borgarfjarðarminning.

Chris Potter - Cloud message.

Frumflutt

19. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,