Morgunvaktin

Umræðan í Noregi allt öðruvísi en hér

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og ræddi um bandarísk og dönsk stjórnmál. Sveitarstjórnarkosningarnar í Danmörku höfðu í för með sér miklar breytingar, og hæst ber Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen fékk skell.

Herdís Sigurgrímsdóttir stjórnmálafræðingur talaði svo við okkur um umræðuna í Noregi, eftir ákvörðun Evrópusambandsins um tolla á kísiljárn. Einhverjir vilja endurvekja umræðu um aðild Evrópusambandinu og Norðmenn leggja iðulega áherslu á hversu opið og lítið hagkerfið er.

Í síðasta hluta þáttarins var fjallað um daglegt líf í verbúðum við sjávarsíðuna á landnámsöld. Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur hefur ásamt öðrum rannsakað þau mál, en fornleifafræðingar vinna í kappi við tímann því margir minjastaðir eru í mikilli hættu vegna loftslagsbreytinga.

Tónlist:

Viðar Alfreðsson og hljómsveit - If he walked into my life.

Anne Grete Preus - Fryd.

Frumflutt

20. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,