Morgunvaktin

Staða alþjóðakerfisins, EES-samningurinn og Filippseyjar

Við ræddum stöðu alþjóðamála og alþjóðakerfa. Hver er staða alþjóðastofnana í heiminum eru þær lenda í einhvers konar tilvistarkreppu? Svanhildur Þorvaldsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, ræddi það og margt fleira.

Þjóðarleiðtogar nýttu tækifærið og funduðu óformlega við útför Frans páfa um helgina og tíðinda gæti verið vænta varðandi Úkraínu. Björn Malmquist fréttamaður í Brussel ræddi þetta og spjallaði líka við Finn Þór Birgisson varasendiherra í Brussel, um EES samninginn og hvernig hann er þróast á tímum aukinnar spennu í alþjóðaviðskiptum.

Og í síðasta hluta þáttarins heyrðum við pistil frá Sigyn Blöndal, sem er búsett í Manila á Filippseyjum. Hún sagði frá ýmsu áhugaverðu um Filippseyjar - meðal annars frá páskunum, pylsum og perlum og frá kaffiræktun - sem er stunduð þar í landi við góðar aðstæður.

Tónlist:

Elvis Presley - Stuck on you.

Tord Gustavsen Trio - Extended circle.

Sigurður Flosason - Vatn undir brúna.

Frumflutt

28. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,