Morgunvaktin

Kanada, Danmörk og sögur af Melavellinum

Kanada var til umfjöllunar. Þar urðu forsætisráðherraskipti nýverið og landið hefur verið undir hótunum Trumps Bandaríkjaforseta um ofurtolla og ýmislegt fleira miður gott. Sigrún María Kristinsdóttir bjó í Kanada og fylgist vel með málum þar.

Borgþór Arngrímsson flutti okkur tíðindi frá Danmörku. Grænlandsheimsókn Mette Fredriksen forsætisráðherra í dag var á dagskrá; skipasmíðar og ýmislegt fleira.

Svo var hér sögustund. Við rifjuðum upp sögu Melavallarins.

Í ár er öld síðan framkvæmdir við þetta merka íþróttamannvirki á Melunum í Reykjavík hófust og á þjóðhátíðardaginn í júní verða 99 ár frá vígslu. Til okkar komu Halldór Einarsson Valsari (Henson) og Stefán Pálsson Framari og sögðu sögur af Melavellinum.

Tónlist:

Fritz Weisshappel, Guðmunda Elíasdóttir - Dansi dansi dúkkan mín.

Bjarni Frímann Bjarnason, Herdís Anna Jónasdóttir - Jeg elsker dig.

Arthur Lyman - Good morning starshine.

Skagakvartettinn - Skagamenn skora mörkin.

Ómar Ragnarsson - Jói útherji.

Frumflutt

2. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,