Morgunvaktin

Þórarinn Eldjárn, Hrund á Fanø og Ave Maria

Í byrjun þáttar var sagt frá Bandaríkjaför Sveins Björnssonar forseta í ágúst 1944, fyrir áttatíu árum. Hann fór til Washington í boði Roosevelts Bandaríkjaforseta. Þá var Halldórs Bragasonar, Dóra, minnst með blúslagi sem hann lék ásamt Guðmundi Péturssyni á Blúshátíð 2004.

Þórarinn Eldjárn rithöfundur kom í kaffi og spjallaði um heima og geima. Hann varð 75 ára í gær, 50 ár eru síðan fyrsta bókin hans, Kvæði, kom út og nýjasta verkið, Dótarímur, kom úr prentsmiðju á dögunum. Þórarinn efnir til Listahátíðar í garðinum á heimili þeirra Unnar Ólafsdóttur við Ásvallagötu 12 á morgun Menningarnótt.

Á eynni Fanø úti fyrir Jótlandi situr Hrund Hlöðversdóttir við skriftir þessa dagana. Hún sagði frá lífinu á Fanø, skrifunum og fleiru og spilaði aðeins á harmonikkuna sína.

Í lok þáttar fjallaði Magnúr Lyngdal um sígilda tónlist, eins og venjulega á föstudögum. þessu sinni var Ave Maria viðfangsefni hans, leikin voru sex tóndæmi.

Vorar samt - María Markan,

Love in vain - Halldór Bragason og Guðmundur Pétursson,

Blues before sunrise - Ray Charles.

Frumflutt

23. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,