Morgunvaktin

Mörg meginkerfi samfélagsins eru undirfjármögnuð

Mikilvægir innviðir eða kerfi ekki nægileg fjárframlög og fyrir vikið njóta landsmenn ekki velferðar sem þeir eiga rétt og kröfu til. Þetta er mat Rúnars Vilhjálmssonar, félagsfræðings og prófessors við Háskóla Íslands. Hann skrifaði grein um málið í Vísi á dögunum og ræddi það á Morgunvaktinni í dag. Kerfin sem hann nefndi voru heilbrigðis-, félagslega-, mennta- og samgöngukerfið og menning auki og þá einkum framlög til þjóðkirkjunnar.

Nokkrar stofnanir og hagsmunasamtök ætla koma upp starfsemi eða starfsmanni í Brussel til gæta hagsmuna gagnvart Evrópusambandinu og öðrum alþjóðlegum stofnunum. Þetta á við um Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og einnig Samorku. Björn Malmquist ræddi áform Samorku í þeim efnum og verkefnin í Brussel við Finn Malmquist framkvæmdastjóra.

Fjallað var um Tíbet í kjölfar jarðskjálfta þar á þriðjudaginn í síðustu viku sem dró a.m.k 126 til dauða og olli gríðarlegri eyðileggingu. Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar, ferðast um Tíbet fyrir aldarfjórðingi, hann sagði frá landi og þjóð.

Tónlist:

Hrím - Karlakórinn Þrestir,

Værð og angur - Stórsveit Reykjavíkur,

Footprints - Kvintett Miles Davis.

Frumflutt

13. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,