Morgunvaktin

Óvissa í kjaraviðræðum

Í spjalli um efnahag og samfélag fór Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, yfir stöðuna í kjaraviðræðunum. Samningar þorra fólks í aðildarfélögum Alþýðusambandsins renna út um mánaðamót en viðræður hafa legið niðri síðustu daga. Samningafundur er boðaður hjá sáttasemjara á morgun.

Enn er útlendingaandúð og harðri þjóðernishyggju mótmælt í Þýskalandi. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá í Berlínarspjalli. Hann talaði einnig um nýstofnaðan stjórnmálaflokk og þýska kvikmyndagerð.

The long and winding road - Bítlarnir,

January - Tríó Sunnu Gunnlaugs,

Lauf sem fýkur - Anna Pálína Árnadóttir,

Moonlight shadow - Mike Oldfield.

Frumflutt

30. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,