Morgunvaktin

Staða Grindavíkur, dönsk málefni og fréttaljósmyndir GVA

Fyrsti maí er á morgun; baráttudagur verkalýðsins. Af því tilefni var Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, gestur okkar. Þar á er auðvitað allt með öðru lagi en vant er, atvinnulífið er skrykkjótt eins og lífið sjálft í Grindavík.

Dönsk málefni voru rædd þegar Borgþór Arngrímsson kom til okkar og fór yfir það sem er efst á baugi í dönsku þjóðlífi. Hann sagði okkur meðal annars frá nýrri bók Anders Fogh Rassmussen fyrrverandi forsætisráðhera og seinna framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.

Gunnar V. Andrésson, fréttaljósmyndari í hálfa öld, kom til okkar í síðasta hluta þáttarins. Hann lét af störfum fyrir fáeinum árum eftir farsælan feril; eftir hann liggja óteljandi myndir úr þjóðlífinu; ýmist teknar á gleði- eða sorgarstundum eða bara í hversdeginum - úrval þeirra fer á veggi Ljósmyndasafns Reykjavíkur og verða þar til sýnis næstu mánuði. Við spjölluðum vítt og breytt við Gunnar; GVA eins og hann er stundum kallaður, þannig voru myndirnar hans merktar í blöðunum.

Tónlist:

Edda Heiðrún Backman - Maístjarnan.

GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson - Rósin.

Ingibjörg Þorbergs, Marzbræður - Heillandi vor.

Frumflutt

30. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,