Kosningabarátta, ruslafjöll í Kampala og bætur fyrir þrælahald ekki í myndinni
Kosningabarátta er að komast á skrið, daglega fáum við fjölda frétta af fólki í framboði og uppstillingum framboðslista. Það er þó skammur tími til stefnu til stefnu til að koma sér og málstað sínum á framfæri í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og í auglýsingum. Jón Gunnar Ólafsson, lektor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, hefur rannsakað það hvernig fólk fylgist með kosningabaráttu og þróunina hjá flokkunum.
Bresk stjórnvöld ætla ekki að biðjast afsökunar á þætti breska heimsveldisins í þrælaverslun á Atlantshafi forðum - né borga skaðabætur - þrátt fyrir áköll um slíkt á leiðtogafundi Breska samveldisins sem nú fer fram á Samóa í Kyrrahafi. Þetta er fyrsti samveldisfundur Karls 3. Bretakonungs - hann þurfti í nýlegri heimsókn til Ástralíu líka að horfast í augu við arfleifð breska heimsveldisins. Vera Illugadóttir sagði frá.
Við slógum líka til Þórhildar Ólafsdóttur í Úganda. Hún sagði okkur frá daglegu lífi og malaríunni sem hún fékk í annað skipti á dögunum, og frá sorphirðu í Kampala. Þar er lítið um flokkun og formleg sorphirða kostar peninga, en rusl er keyrt á stóra ruslahauga þar sem skelfilegt slys varð í ágúst. Skriða varð í einu slíku ruslafjalli og 40 til 50 manns létu lífið og fjölmargir slösuðust.
Tónlist:
Henry Mancini - Stefið úr Bleika pardusnum.
Nina Simone - Love o' love.
Frumflutt
23. okt. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.