Morgunvaktin

Efnahagsmál, þýsk málefni og óveðrið

Í spjalli um efnahag og samfélag ræddi Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, m.a. um hríðlækkað gengi hlutabréfa íslensku flugfélaganna og bankanna. Hann fór líka yfir þá leynd sem ríkir um styrki stjórnvalda til rannsókna og þróunar og sekt Íslandsbanka vegna ónógra varna gegn peningaþvætti.

Arthúr Björgvin Bollason sagði frá úrhellisrigningu í suðurhluta Þýskalands sem kostað hafa fjögur mannslíf, hann talaði um Franz Kafka en öld var í gær frá dauða hans og Evrópuþingskosningarnar fram undan.

Í síðasta hluta þáttarins ræddi Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um óveðrið í dag og næstu daga. Veðráttan er líkari því sem gerist um hávetur en í sumarbyrjun.

Tónlist:

Will the circle be unbroken - June Carter Cash,

My heart in San Francisco - Gabrielle Cavassa og Joshua Redman,

Bátarnir á firðinum - Haukur Morthens,

Our delight - Bill Evans.

Frumflutt

4. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,