Morgunvaktin

Svíþjóð, Evrópuþingskosningar og upplýsingaóreiða í kringum mat

Sænski fáninn verður dreginn húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins eftir nokkrar klukkustundir, eftir formlega innganga Svíþjóðar í varnarbandalagið gekk í gegn í síðustu viku. Við ræddum um inngöngu Svía, umræðuna þar í landi og stjórnmálin við Gunnhildi Lily Magnúsdóttur stjórnmálafræðing í Malmö.

Við ræddum um Evrópuþingskosningarnar í júní við Björn Malmquist fréttamann og Dóru Tynes lögmann. þegar tæpir þrír mánuðir eru í kosningar hafa kannanir sýnt hægriflokkar og harðlínu-hægriflokkar séu sækja í sig veðrið. Hvað þýðir það og hvaða áhrif hefði slík sveifla á Evrópusambandið?

Og í síðasta hluta þáttarins: Það færist í aukana alls kyns fólk deili upplýsingum og ráðum um matvæli og mataræði á samfélagsmiðlum, og ráðin eru út og suður. Til dæmis sáu næringarfræðingar sig nýlega knúna til grípa til varna fyrir hafragrautinn, og það er bara eitt af fjölmörgum dæmum. Ætli margt fólk hreinlega farið upplifa kvíða vegna allra þessara misvísandi upplýsinga um hvað hollt og æskilegt og hvað ekki? Við spurðum Heiðdísi Snorradóttur næringarfræðing því.

Tónlist:

Prysock, Arthur - The folks who live on the hill.

Eilish, Billie - What Was I Made For.

Eilish, Billie - No Time To Die.

Melchor, Adam - i'm not okay

Una Torfadóttir - Um mig og þig.

Frumflutt

11. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,