Morgunvaktin

Fullveldið, 1100 ára afmæli Alþingis og fyrstu forsetarnir

Alþingi auglýsir eftir hugmyndum almennings atriðum, viðburðum eða öðru í tengslum við 1100 ára afmæli Alþingis 2030. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, sagði frá.

Í tilefni fullveldisdagsins var rætt um fullveldishugtakið vítt og breitt við Davíð Þór Björgvinsson, forseta lagadeildar Háskólans á Akureyri.

Tvær vikur eru síðan Evrópusambandið ákvað undanskilja ekki Ísland og Noreg frá verndartollum á kísiljárn. Björn Malmquist ræddi stöðu EES samningsins við Gunnar Þór Pétursson, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík.

Í kvöld hefst á Rás 1 lestur bókarinnar Fyrstu forsetarnir eftir Guðna Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseta. Höfundur les. Rætt var við Guðna af þessu tilefni um fullveldið og efni bókarinnar.

Tónlist:

Hvítu mávar - Helena Eyjólfsdóttir,

Söngur Dimmalimmar - Gunnar Gunnarsson o.fl.

Íslandsóður - Voces Masculorum - Íslands óður.

Frumflutt

1. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,