Morgunvaktin

Heimsgluggi, Húsavík og Kakalaþing

Kosningar í Noregi voru umfjöllunarefni Heimsglugga Boga Ágústssonar. Jonas Gahr Störe og Verkamannaflokkurinn njóta mests stuðnings í könnunum örfáum dögum fyrir kosningarnar.

Bróðurparti starfsmanna PCC á Bakka hefur verið sagt upp störfum. Við ræddum þá stöðu sem uppi er í atvinnumálum Húsvíkinga við Hjálmar Boga Hafliðason, forseta sveitarstjórnar Norðurþings.

Í síðasta hluta þáttarins kom Kristján B. Jónasson bókmenntafræðingur til okkar og sagði okkur frá Sveini Pálssyni náttúrufræðingi og lækni og Skagfirðingi en Kristján mun fjalla um Svein á Kakalaþingi á laugardag.

Tónlist:

Þorvaldur Halldórsson - Á sjó.

Þorvaldur Halldórsson - Ég er sjóari.

Ragnheiður Gröndal, Lýra String Quartet, - sefur jörðin.

Kathryn Stott, Yo-Yo Ma - Sérénade, op.98.

Frumflutt

4. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,