Morgunvaktin

Kjarasamningar, útlendingamál, Happdrætti HHÍ og bandarísk stjórnmál

Málefni útlendinga hafa verið fyrirferðarmikil á Alþingi undanfarnar vikur. Þingkonurnar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir komu til okkar á Morgunvaktina klukkan hálfátta og við ræddum þau mál en auk þess kjarasamninga og umfangsmikið mansalsmál sem kom upp í vikunni og varðar tugi fórnarlamba.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hélt í gærkvöldi síðustu stefnuræðu sína á kjörtímabilinu frammi fyrir bandaríska þinginu. Hann fór um víðan völl í langri ræðu, sem sumir segja hafa verið meiri kosningaræðu en ræðu um stöðuna á bandarísku samfélagi. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og sérfræðingur um bandarísk stjórnmál var með okkur eftir morgunfréttirnar klukkan átta og fór yfir það markverðasta í ræðunni og því hvernig hún endurspeglar stöðu mála.

Happdrætti Háskóla Íslands verður nírætt á sunnudag. Happdrættið hefur fjármagnað nær allar byggingar Háskóla Íslands á þessum tíma og saga þess er merkileg. Happdrættið er þó ekki óumdeilt. Til okkar komu þau Bryndís Hrafnkelsdóttir forstjóri og Stefán Pálsson sagnfræðingur, en hann hefur skrifað sögu Happdrættis Háskóla Íslands. Bryndís og Stefán voru gestir okkar í síðasta hluta þáttarins.

Just friends - Vaughan, Sarah, Count Basie and his Orchestra.

Cirkeldans - Dickow, Tina.

Frumflutt

8. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,